Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 4, 2018

Lestur og aðgengi að bókum

Mynd
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um læsi og lesskilning íslenskra nemenda. Ýmislegt hefur verið gert til þess að auka áhuga íslenskra nemenda á lestri, betur má ef duga skal. Á mínum vinnustað, Fjölbrautaskóla Suðurlands, höfum við rætt um það hversu gott væri ef nemendur hefðu aðgang að Hljóðbókasafni Íslands. Þá erum við að tala um alla nemendur ekki bara þá sem hafa greiningar sem veita þeim aðgang að safninu. Aðgengi að bókum, gildir þá einu hvort það eru raf,- hljóð- eða í föstu formi. er gríðarlega mikilvægur liður í því að efla áhuga nemenda á lestri, bæta lesskilning og ýta undir almenna fræðslu. Nú hafa Norðmenn stigið gríðarlega stórt skref með því að veita ótakmarkaðan aðganag að norskum rafbókum sem gefnar voru út fyrir árið 2001. Þessi aðgangur nefnist Bókahillan (bokhylla.no), og er aðgengilegur öllum tölvum með norskar ip-tölur. Nái ég kosningu til formanns FF þá mun ég óska eftir því að stjórn KÍ ræði við menntamálaráðherra og reyni að ná fram sambærileg