Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 11, 2018

Lýðræði og mannréttindi

Mynd
Aðlanámskrá framhaldsskóla markar starf okkar framhaldsskólakennara. Einn af þáttum lykilhæfninnar er Lýðræði og mannréttindi, virkilega mikilvægur þáttur í samfélagi okkar mannanna. Setja hér inn þann hluta Námskrárinnar sem fjallar um lýðræði og mannréttindi: Lýðræði og mannréttindi Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun. Virkur borgari býr yfir vitund um eigin ábyrgð, lýðræði, gagnrýna hugsun, umburðarlyndi, jafnrétti, mannréttindi og ber virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra. Lykilhæfni felur m.a. í sér að nemandi:  ber virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra, virðir mannréttindi og manngildi, getur sett fram eigin skoðun og tekið þátt í rökræðum, tekur gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála, virðir grundvallarreglur samfélagsins, er virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissa

Námsleyfi framhaldsskólakennara

Mynd
Mig langar í þessari hugleiðingu að fjalla um námsleyfi framhaldsskólakennara og viðra hugmyndir að viðbótum þeim tengdum. Á hverju ári sækir mikill fjöldi framhaldsskólakennara um námsleyfi, einungis rúmir þrír tugir fá samþykkt leyfi. Yfirleitt er það þannig að kennarar hafa sótt um námsleyfi í mörg skipti áður en þeir fá úthlutun. Hver kennari getur vænst þess að fá námsleyfi einu sinni á starfsævinni og það líklega á seinni hluta hennar. Mig langar að viðra hér tvær hugmyndir í tengslum við námsleyfi, báðar gætu þær komið til umræðu við gerð kjarasamninga. Fyrri hugmyndin er í tengslum við þá miklu þörf sem er á nýju námsefni í öllum greinum framhaldsskólans. Á hverju ári ætti að úthluta 6-8 námsleyfum til kennara sem hyggjast vinna að nýju námsefni. Kennararnir þurfa að senda inn hugmyndir og drög að námsefninu með umsóknunum. Að loknu námsleyfnu ætti að standa eftir námsefni sem hæft væri til útgáfu og notkunar í kennslu í hinum ólíku námsgreinum. Þessi námsleyfi væru óhá

Kjarasamningar FF við ríkið - núverandi vinnumat burt!

Mynd
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara hafa verið án kjarasamnings síðan í lok október 2016.  Samningnum var hins vegar framlengt af formanni FF um eitt ár, fram til október loka 2017, án aðkomu félagsmanna. Samningurinn sem við fáum greitt eftir í dag, var undirritaður á vormánuðum 2014. Með honum kom löngu tímabær launaleiðrétting en einnig var tekið upp vinnumat. Margra spurninga var spurt áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um samninginn 2014, margir voru hræddir við vinnumatið og þann glundroða sem gæti fylgt því. Samningarnir voru á endanum samþykktir enda var okkur félagsmönnum tjáð að við fengjum að kjósa um vinnumatið í næsta samningi, loforð sem hefur ekki verið efnt. Vinnumatið hefur reynst virkilega snúið í framkvæmd, mikið ósætti hefur skapast á milli kennara, mat áfanga er oft á tíðum mjög ranglátt, nemendahópar hafa stækkað og kennari veit ekki hvernig vinna hans er metin fyrr en þrjár vikur eru liðnar af önninni. Kennurum var sagt að vinnumatið væri &quo