Færslur

Sýnir færslur frá mars 4, 2018

Nýr kjarasamningur?

Mynd
Kjarasamningar Félags framhaldsskólakennara hafa verið lausir síðan í lok október 2017 (reyndar síðan í lok október 2016). Þetta er orðinn ansi langur tími án þess að samningur hafi verið undirritaður. Við getum hugsanlega horft á það sem ánægjulegan hlut að ekki hafi verið skrifað undir kjarasamning - því forysta FF virðist ætla að festa vinnumatið   í sessi ef marka má grein núverandi formanns félagsins. Samkvæmt þessari grein er búið að ganga frá öllum atriðum kjarasamnings, eina sem stendur útaf eru efndir ríkisins á kjarasamningi frá árinu 2014. Eftir að hafa lesið greinina hafa vaknað margar spurningar, hér að neðan eru tvær þeira:           Hafa samningsaðilar komist að samkomulagi um að halda núverandi vinnumati, gegn vilja                  meirihluta féagsmanna FF?           Hafa samningsaðilar komist að samkomulagi um launahækkanir í kjölfar September-                           samkomulagsins  tengdu lífeyrisréttindum félagsmanna FF?         Ég hvet alla félagsmenn

Þitt atkvæði skiptir máli!

Mynd
Undanfarna mánuðum hef ég fylgst með kosningum í Kennarasambandi Íslands og aðildarfélögum þess. Frambjóðendur í þessum kosningum voru nokkuð öflugir í kynningum á sjálfum sér og stefnumálum sínum. Þegar úrslit kosninga lágu fyrir þá kom sjokkið hjá, 22 - 56% félagsmanna nýtti kosningarétt sinn. Ég hvet félagsmenn í Félagi framhaldsskóakennara til þess að nýta sér kosningarétt sinn. Mínar síður    á vef Kennararsambands Íslands er staðurinn sem þið farið inn á til þess að hafa áhrif :-) Vona að hugmyndir  mínar og skoðanir   falli ykkur í geð og þið styðjið mig til formennsku í FF. Kær kveðja, Guðmundur Björgvin