Nýr kjarasamningur?

Kjarasamningar Félags framhaldsskólakennara hafa verið lausir síðan í lok október 2017 (reyndar síðan í lok október 2016). Þetta er orðinn ansi langur tími án þess að samningur hafi verið undirritaður. Við getum hugsanlega horft á það sem ánægjulegan hlut að ekki hafi verið skrifað undir kjarasamning - því forysta FF virðist ætla að festa vinnumatið  í sessi ef marka má grein núverandi formanns félagsins. Samkvæmt þessari grein er búið að ganga frá öllum atriðum kjarasamnings, eina sem stendur útaf eru efndir ríkisins á kjarasamningi frá árinu 2014.

Eftir að hafa lesið greinina hafa vaknað margar spurningar, hér að neðan eru tvær þeira:

          Hafa samningsaðilar komist að samkomulagi um að halda núverandi vinnumati, gegn vilja                  meirihluta féagsmanna FF?
          Hafa samningsaðilar komist að samkomulagi um launahækkanir í kjölfar September-                           samkomulagsins tengdu lífeyrisréttindum félagsmanna FF?
       

Ég hvet alla félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara til þess að hafa áhrif á það hver verður í forystu fyrir félagið næstu fjögur árin.
Atkvæði greitt mér er atkvæði greitt opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum, þar sem ákvarðanir félagsmanna verða virtar.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vinnumat...og hvað svo?

Tíðindi dagsins

Hver er Guðmundur Björgvin?