Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 18, 2018

Samningaborðið og vilji félagsmanna

Mynd
Í september 2016 gerði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) könnun meðal félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara. Könnunin sneri að áhrifum vinnumats, sem tekið var upp í kjölfar kjarasamninga 2014. Það er öllum ljóst sem lesa skýrsluna að mikil og megn óánægja er með vinnumatið, meirihluti félagsmanna vill vinnumatið burt! Leyfi mér að setja hér inn nokkrar athugasemdir félagsmanna sem komu fram í opnum spurningum í könnun RHA. Þessar athugasemdir eru aðeins nokkrar af mjög mörgum. "Vinnumatið ýtir undir gamaldags kennsluhætti. Það styður engan veginn við fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsmat. Því miður styður það að lokapróf sé í áföngum sem er afturför. Vinnumat þarf því að taka tillit til fjölbreyttra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats." "Burt með þetta vinnumat sem hefur haft í för með sér aukna vinnu, lægri laun og meiri skerðingar sem er algjörlega óásættanlegt. Vinnumatið hefur leitt til meiri vinnu en ekki launahækkana. Kennarar