Færslur

Sýnir færslur frá janúar 28, 2018

Um hvað verður kosið?

Mynd
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara fá tækifæri til þess að kjósa á milli tveggja frambjóðenda til formanns. Ég býð fram krafta mína til að vinna fyrir félagsmenn með lýðræðislegum hætti. Í mínum huga er mikilvægt að hinn almenni félagsmaður fái virkari aðkomu að ákvarðantöku sem snýr að kjörum og starfsemi félagsins. Umræður á spjallsíðum framhaldsskólakennara gefa til kynna talsverða óánægju gagnvart nokkrum veigamiklum ákvörðunum sem snerta hagsmuni félagsmanna undanfarin fjögur ár. Vinnumatið sem var innleitt samhliða kjaraasamningum 2014. Um vinnumatið hafa verið skiptar skoðanir frá upphafi, en töluverður meirihluti félagsmana (59%) var frekar eða mjög á móti vinnumatinu sbr. könnun sem Rannsóknarmiðstöð háskólans á Akureyri framkvæmdi í september 2016. Miðað við þær umræður sem hafa átt sér stað síðan tel ég að þetta hlutfall óánægðra hafi frekar hækkað en lækkað, þrátt fyrir tilraunir forystu FF til þess að "bæta" vinnumatið. Krafa kennara er fá tækif

Hver er Guðmundur Björgvin?

Mynd
Guðmundur Björgvin Gylfason heiti ég fullu nafni og er fæddur í Reykjavík 3. janúar 1972. Hef búið á Selfossi frá árinu 1991, er giftur Kristínu Björk Jóhannsdóttur deildarstjóra í sérdeild Suðurlands og eigum við saman fjögur börn og eitt barnabarn. Menntun, starfsferill og trúnaðarstörf:           Vann við smíðar að loknu námi í húsasmíði.           Starfaði í þjónustuíbúðum fyrir fatlað fólk og varð síðar forstöðumaður þar.           Lauk grunnskólakennaraprófi haustið 1999.          Starfaði við kennslu í grunnskóla í 11 ár sem umsjónarkennari, kenndi stærðfræði, samfélagsgreinar, smíði, heimilisfræði og sérkennslu.      Lauk námi í sérkennslu vorið 2009.           Hef starfað við kennslu á starfsbraut,  í Fjölbrautaskóla Suðurlands frá árinu 2009.         Hef setið í stjórnum þriggja sjóða KÍ; Orlofssjóði, vinnudeilusjóði og nú varamaður í stjórn sjúkrasjóðs. Frá árinu 2016 hef ég sinnt formennsku í Kennarafélagi Fjölbrautaskóla Suðurlands og verið trúnaðarmaður