Hver er Guðmundur Björgvin?

Guðmundur Björgvin Gylfason heiti ég fullu nafni og er fæddur í Reykjavík 3. janúar 1972. Hef búið á Selfossi frá árinu 1991, er giftur Kristínu Björk Jóhannsdóttur deildarstjóra í sérdeild Suðurlands og eigum við saman fjögur börn og eitt barnabarn.

Menntun, starfsferill og trúnaðarstörf:

  •          Vann við smíðar að loknu námi í húsasmíði.
  •          Starfaði í þjónustuíbúðum fyrir fatlað fólk og varð síðar forstöðumaður þar.
  •          Lauk grunnskólakennaraprófi haustið 1999.
  •        Starfaði við kennslu í grunnskóla í 11 ár sem umsjónarkennari, kenndi stærðfræði, samfélagsgreinar, smíði, heimilisfræði og sérkennslu.
  •      Lauk námi í sérkennslu vorið 2009.
  •          Hef starfað við kennslu á starfsbraut,  í Fjölbrautaskóla Suðurlands frá árinu 2009.
  •         Hef setið í stjórnum þriggja sjóða KÍ; Orlofssjóði, vinnudeilusjóði og nú varamaður í stjórn sjúkrasjóðs. Frá árinu 2016 hef ég sinnt formennsku í Kennarafélagi Fjölbrautaskóla Suðurlands og verið trúnaðarmaður frá árinu 2014.
  •         Hef verið formaður Einstakra barna, barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni frá árinu 2012.  Auk þess sinnti ég formennsku í Umhyggju eitt kjörtímabil 2016 - 17.


Ég hef unnið ólík störf, verið virkur í félagsstarfi bæði innan stéttarfélaga og frjálsra félagasamtaka. 

Ég tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að koma sér vel í formennsku fyrir Félag framhaldsskólakennara. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Tíðindi dagsins

Vinnumat...og hvað svo?