Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 25, 2018

Góðar fréttir

Mynd
Undanfarnir dagar hafa verið annasamir en virkilega skemmtilegir, þannig finnst mér lífið ánægjulegast. Í gær fimmtudag hafði ég tök á því að heimsækja nokkra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Átti gott samtal við kennara og stjórnendur í þessum skólum. Ég á alveg örugglega eftir að koma í þessa skóla og fleiri óháð því hvernig kosningar til formanns Félags framhaldsskólakennara fara, það er virkilega gefandi að hitta "kollega" og ræða málin. Eftir hádegið í gær fór ég á ráðstefnu sem haldin var af Iðnemnnt, Vinnustaðanám í starfsnámi . Það er virkilega ánægjulegt að sjá jákvæða hluti sem eru að eiga sér stað innan iðngreina. Virkilega mikil framsýni og fagmennska á ferðinni hjá iðngreinunum og iðngreinakennurum. Á ráðstefnunni kom fram að við þurfum að efla iðngreinar og fjölga nemum, það gerist ekki nema við höldum í öfluga og vel menntaða kennara. Það er mikilvægt að við metum störf iðngreinakennara innan framhaldsskólanna - þeir eiga það skilið. Iðnmenntaðir ein

Tíðindi dagsins

Mynd
Alþýðusamband Íslands ákvað í dag að segja ekki upp kjarasamningum þrátt fyrir að 75% félagsmanna telji forsendubrest algjöran sem eigi að leiða til uppsagnar. Það má leiða að því líkum að forystan sé ekki í tengslum við félagsmenn. Félagsmenn eru eru tilbúnir að láta sverfa til stáls en forystan telur tímann ekki réttan. Hvenær er rétti tíminn? Er ekki kominn tími á að hlusta á félagsmenn en lúta ekki alltaf vilja viðsemjenda? Þetta minnir um margt á vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið undanfarið kjörtímabil í Félagi framhaldsskólakennara. Formaður og stjórn eru ekki að ganga í takt við vilja félagsmanna og samþykktir aðalfunda: - Félagsmenn vilja ekki vinnumat, forystan vill festa það en betur í sessi. - Félagsmenn vilja lýðræðislegri vinnubrögð í ákvarðanatöku, forystan tekur ákvarðanir án heimilda. Við félagsmenn í FF gerum kröfu um breytt vinnubrögð, sýnum það með skýrum hætti í kosningum 5.- 9. mars. Kjósum Guðmund Björgvin og tryggjum breytingar í Félagi framhaldsskól

Vinnumat...og hvað svo?

Mynd
                                            Vinnumat framhaldsskólakennara hefur verið ein af ástæðum mikils ósættis innan stéttarinnar. Það er staðfest í könnun meðal félagsmanna FF, að þeir vilja vinnumatið burt. Ekki hefur verið vilji fyrir því að leyfa okkur að kjósa um framtíð vinnumatsins eins og sér, heldur eigum við að kjósa um kjarasamning í heild sinni. Hvaða atriði eru það sem framhaldsskólakennarar eru helst ósáttir við í tengslum við vinnumatið og þarf að beyta ef við getum ekki losnað við það? - Fjöldi nemenda í hópum er of mikill, hér þarf að lækka viðmiðin. Sé fyrir mér að hámarksfjöldi í bóklegum áfanga verði 22 nemendur og geti að hámarki verið 25. Nemandi 23 - 25 sé metinn með sanngjörnum hætti, mun betur en gert er í núverandi vinnumati. - Skerðingar ef kenndir eru tveir eins áfangar verði afnumin, engin skynsamleg rök fyrir því að gjaldfella kennsluna með þeim hætti sem er í núverandi vinnumati. - Mat á áföngum kennara sé hið sama í upphafi skólaárs/ann

Framboðsfundur í Gerðubergi

Mynd
Frambjóðendr til formanns Félags framhaldskólakennara kynntu sig og sátu fyrir svörum á fundi í Gerðubergi. Fundurinn var ágætur í marga stað. Tel að kjósendur hafi fengið svör sem auðvelda þeim ákvörðun þegar að kosningu kemur. Hvet ykkur til þess að horfa og hlusta á fundinn. Gerðubergs-fundurinn :-)