Góðar fréttir

Undanfarnir dagar hafa verið annasamir en virkilega skemmtilegir, þannig finnst mér lífið ánægjulegast.

Í gær fimmtudag hafði ég tök á því að heimsækja nokkra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Átti gott samtal við kennara og stjórnendur í þessum skólum. Ég á alveg örugglega eftir að koma í þessa skóla og fleiri óháð því hvernig kosningar til formanns Félags framhaldsskólakennara fara, það er virkilega gefandi að hitta "kollega" og ræða málin.

Eftir hádegið í gær fór ég á ráðstefnu sem haldin var af Iðnemnnt, Vinnustaðanám í starfsnámi. Það er virkilega ánægjulegt að sjá jákvæða hluti sem eru að eiga sér stað innan iðngreina. Virkilega mikil framsýni og fagmennska á ferðinni hjá iðngreinunum og iðngreinakennurum. Á ráðstefnunni kom fram að við þurfum að efla iðngreinar og fjölga nemum, það gerist ekki nema við höldum í öfluga og vel menntaða kennara. Það er mikilvægt að við metum störf iðngreinakennara innan framhaldsskólanna - þeir eiga það skilið.
Iðnmenntaðir einstaklingar eru eftirsóttur starfskraftur óháð landamærum og launin eru góð. Iðnnám er einnig virkilega góður og mikilvægur undirbúningur fyrir frekara nám s.s. verkfræði og arkitektúr.

Í Fjölbrautaskóla Suðurlands höfum við verið með uppbrotsdaga Káta daga og Flóafár. Á Kátum dögum er skólastarf brotið upp og nemendum gefst kostur að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá, sem kennarar og aðrir koma að. Meðal fyrirlesara á Kátum dögum þetta árið voru Salka Sól tónlistarkona og Vilborg Arna ofurkona. Salka Sól er frábær fyrirmynd fyrir ungmenni, hefur ekki látið mótstöðu stoppa sig. Hún er gefandi og nær til ungmenna, hvort heldur er með tali eða í gegnum tónlist.
Vilborg Arna hefur klifið hæsta tinda allra heimsálfa jarðar og farið á báða pólana!

Flóafárið er einstakur viðburður, þar skipa nemendur sér í lið og kennarar fara í búninga. Kennarar búa til þrautir sem lið nemenda leysa. Ómetanlegt að hafa tækifæri til þess að taka þátt í svona skemmtilegum viðburðum í skólastarfinu, þetta sameinar nemendur og kennara. Ég sá um þýsku-þrautina þetta árið ásamt samstarfskennara.













Að lokum langar mig að hvetja félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara til þess að kjósa sér formann til næstu fjögurra ára - óháð kyni. Ég hef unnið á "hefðbundnum" karla- og kvenna vinnustöðum undanfain 30 ár. Ég hef aldrei valið mér vinnustað eftir kynferði þeirra sem þar vinna eða eru í forystu stéttarfélags starfsmanna - ég er húmanisti!

Dagana 5. - 9. mars gefst okkur framhaldsskólakennurum tækifæri til þess að velja sér nýja forystu næstu fjögur árin - þið getið haft áhrif!!

Kveðja frá Selfossi

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vinnumat...og hvað svo?

Tíðindi dagsins

Hver er Guðmundur Björgvin?