Lýðræði og mannréttindi

Aðlanámskrá framhaldsskóla markar starf okkar framhaldsskólakennara. Einn af þáttum lykilhæfninnar er Lýðræði og mannréttindi, virkilega mikilvægur þáttur í samfélagi okkar mannanna.


Setja hér inn þann hluta Námskrárinnar sem fjallar um lýðræði og mannréttindi:
Lýðræði og mannréttindiForsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun. Virkur borgari býr yfir vitund um eigin ábyrgð, lýðræði, gagnrýna hugsun, umburðarlyndi, jafnrétti, mannréttindi og ber virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra.
Lykilhæfni felur m.a. í sér að nemandi: 
  • ber virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra,
  • virðir mannréttindi og manngildi,
  • getur sett fram eigin skoðun og tekið þátt í rökræðum,
  • tekur gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála,
  • virðir grundvallarreglur samfélagsins,
  • er virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi,
  • er meðvitaður um gildi góðrar hegðunar og breytni í samskiptum við annað fólk, dýr og umhverfi,
  • býr yfir jákvæðri og uppbyggilegri félags- og samskiptahæfni.
                                                                                                                                             (namskra.is)









Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Tíðindi dagsins

Framboðsfundur í Gerðubergi

Vinnumat...og hvað svo?