Tíðindi dagsins

Alþýðusamband Íslands ákvað í dag að segja ekki upp kjarasamningum þrátt fyrir að 75% félagsmanna telji forsendubrest algjöran sem eigi að leiða til uppsagnar. Það má leiða að því líkum að forystan sé ekki í tengslum við félagsmenn.
Félagsmenn eru eru tilbúnir að láta sverfa til stáls en forystan telur tímann ekki réttan. Hvenær er rétti tíminn? Er ekki kominn tími á að hlusta á félagsmenn en lúta ekki alltaf vilja viðsemjenda?

Þetta minnir um margt á vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið undanfarið kjörtímabil í Félagi framhaldsskólakennara. Formaður og stjórn eru ekki að ganga í takt við vilja félagsmanna og samþykktir aðalfunda:

- Félagsmenn vilja ekki vinnumat, forystan vill festa það en betur í sessi.

- Félagsmenn vilja lýðræðislegri vinnubrögð í ákvarðanatöku, forystan tekur ákvarðanir án heimilda.

Við félagsmenn í FF gerum kröfu um breytt vinnubrögð, sýnum það með skýrum hætti í kosningum 5.- 9. mars.

Kjósum Guðmund Björgvin og tryggjum breytingar í Félagi framhaldsskólakennara

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Vinnumat...og hvað svo?

Hver er Guðmundur Björgvin?