Vinnumat...og hvað svo?

                                           
Vinnumat framhaldsskólakennara hefur verið ein af ástæðum mikils ósættis innan stéttarinnar. Það er staðfest í könnun meðal félagsmanna FF, að þeir vilja vinnumatið burt. Ekki hefur verið vilji fyrir því að leyfa okkur að kjósa um framtíð vinnumatsins eins og sér, heldur eigum við að kjósa um kjarasamning í heild sinni.

Hvaða atriði eru það sem framhaldsskólakennarar eru helst ósáttir við í tengslum við vinnumatið og þarf að beyta ef við getum ekki losnað við það?

- Fjöldi nemenda í hópum er of mikill, hér þarf að lækka viðmiðin. Sé fyrir mér að hámarksfjöldi í bóklegum áfanga verði 22 nemendur og geti að hámarki verið 25. Nemandi 23 - 25 sé metinn með sanngjörnum hætti, mun betur en gert er í núverandi vinnumati.

- Skerðingar ef kenndir eru tveir eins áfangar verði afnumin, engin skynsamleg rök fyrir því að gjaldfella kennsluna með þeim hætti sem er í núverandi vinnumati.

- Mat á áföngum kennara sé hið sama í upphafi skólaárs/annar og í lok - ekki komi til breyting eftir að þrjár vikur eru liðnar af kennslunni.

- Mikilvægt er að við metum af sanngirni alla áfanga óháð því hvort um er að ræða verklega- eða bóklega kennslu. Ég tel að djúp gjá hafi myndast milli kennarahópa vegna ósanngjarns vinnumats sem fylgir núverandi kjarasamningi. Verklegir áfangar eru fremur illa metnir í núverandi vinnumati.

- Koma verður þeim atriðum sem standa útaf í 7. greininni, inn í grunnmat hvers áfanga. Ekki er hægt að ætla samstarfsnefnd í hverri félagsdeild að semja um útfærslu á henni.


Það er mikilvægt að við félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara fáum tækifæri til þess að móta og hafa áhrif á vinnumat okkar. Einnig þarf forysta félagsins að upplýsa okkur um hvað er verið að ræða við samningaborðið t.d. í tengslum við vinnumatið.

Atkvæði greitt mér í kosningu til formanns FF, er atkvæði greitt lýðræðislegum vinnubrögðum.







Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Tíðindi dagsins

Hver er Guðmundur Björgvin?