Um hvað verður kosið?

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara fá tækifæri til þess að kjósa á milli tveggja frambjóðenda til formanns. Ég býð fram krafta mína til að vinna fyrir félagsmenn með lýðræðislegum hætti. Í mínum huga er mikilvægt að hinn almenni félagsmaður fái virkari aðkomu að ákvarðantöku sem snýr að kjörum og starfsemi félagsins.

Umræður á spjallsíðum framhaldsskólakennara gefa til kynna talsverða óánægju gagnvart nokkrum veigamiklum ákvörðunum sem snerta hagsmuni félagsmanna undanfarin fjögur ár.


  • Vinnumatið sem var innleitt samhliða kjaraasamningum 2014. Um vinnumatið hafa verið skiptar skoðanir frá upphafi, en töluverður meirihluti félagsmana (59%) var frekar eða mjög á móti vinnumatinu sbr. könnun sem Rannsóknarmiðstöð háskólans á Akureyri framkvæmdi í september 2016.
  • Miðað við þær umræður sem hafa átt sér stað síðan tel ég að þetta hlutfall óánægðra hafi frekar hækkað en lækkað, þrátt fyrir tilraunir forystu FF til þess að "bæta" vinnumatið.
  • Krafa kennara er fá tækifæri til þess að kjósa um framtíð vinnumatsins.

  • Samkomulag/framlenging kjarasamnings í október 2016 kom mörgum félagsmanninum í FF á óvart. Forysta FF tók ákvörðun að félagsmönnum forspurðum að framlengja kjarasamning um eitt ár. Telja má það nánast einsdæmi að stjórn taki slíka ákvörðun án þess að bera hana undir dóm félgsmanna í kosningu.
  • Framhaldsskólakennarar eiga rétt á því að kjósa um kjarasamning/samkomulag.

  • Undirskrift forystu FF á svokallað September-samkomulag vegna lífeyrismála. Þessi undirskrift forystunnar gekk gegn samþykktum 6. þings KÍ árið 2014. Mörgum er spurn hvers vegna fór þetta mál ekki í allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna KÍ. 
  • Mikivæg kjaramál á alltaf að bera undir atkvæði félagsmanna.

  • Félagsmenn í FF greiða ein hæstu stéttarfélgasgjöld í landinu, 1,15% til KÍ og 0,25% í Vinnudeilusjóð
  • Mikilvægt er að fara í nána skoðun á rekstri KÍ með sparnað og hagræðingu í huga og lækkun félagsgjaldsins samhliða.
  • Gagnsætt og opið bókhald er krafa félagsmanna.


Hér að ofan hef ég nefnt nokkur dæmi sem vinna hefði átt með betri og lýðræðislegri hætti. Ég mun beita mér fyrir því að fylgja eftir vilja félagsmanna. Heiðarlegt samtal við alla félagsmenn og lýðræðisleg vinnubrögð í félaginu eru líkleg til þess að sameina stéttina sem er mjög sundruð í dag.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Tíðindi dagsins

Framboðsfundur í Gerðubergi

Vinnumat...og hvað svo?